Hákarlaskúrinn, sem kallaður hefur verið Hjallurinn, á vestursvæði Seltjarnarness á leiðinni út á Gróttu skartar sínu fegursta þessa dagana. Árni Pétursson Seltirningur og rafvirkjameistari á heiðurinn af þessari fallegu lýsinguna á Hákarlaskúr Seltirninga sem hefur verið táknrænn á þessu svæði. „Ég hef haft áhuga á því að skreyta hákarlaskúrinn lengi og það var ákveðið að bænum að bæta við skreytingum í ár svo ég nefndi það við Steinunni Árnadóttur garðyrkjustjóra bæjarsins og henni leyst vel á hugmyndina. Svo úr varð að ég fékk að skreyta hann með þessari lýsingu og ætla að gera enn betur og setja seríu á mæninn á þakinu fyrr en varir,“ segir Árni sem hefur séð um að setja um jólalýsingar upp fyrir Seltjarnarnesbæ í fjölda ára.
Mynd Pétur Theodór Árnason.