Huggulegasta kaffihús landsins sem gleður bæði hjarta og sál fagnar fimm ára afmæli í dag og af því tilefni verður gestum boðið upp á kaffi sér að kostnaðarlausu. Hér er um að ræða hið margrómaða kaffihús Café Kaja á Akranesi sem fagnar þessum ánægjulegu tímamótum. Café Kaja er rekið af frumkvöðlinum og dugnaðaforkinum Karenu Jónsdóttur sem hefur verið öflugur brautryðjandi hér á landi í innflutningi og framleiðslu á lífrænum vörum sem er hennar aðalsmerki. Hún hefur verið góður gestur á skjánum í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar á Hringbraut undanfarin misseri þar sem áhorfendur hafa fengið að njóta þess að fylgjast með framleiðslu hennar á lífrænum vörum og upplifunum í eldhúsinu og á kaffihúsinu.
Hringbraut og þátturinn Matur og Heimili óskar Kaju innilega til hamingju með fimm ára afmælið.