Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar hófst í dag í Tallinn Eistlandi og er haldin dagana 15. og 16. október. Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson frá Grillinu á Hótel Sögu hóf keppni í morgun í Bocuse d’Or og keppir fyrir Íslands hönd í forkeppninni. Aðstoðarmaður Sigurðar er Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon.
Smellið hér á til að fylgjast með forkeppninni: https://www.bocusedor.com/en/live/
Hér er röð keppenda og tímasetningar næstu tvo daga:
Mikil leynd er yfir bæklingunum hjá Bocuse d´Or keppendum, en á síðustu metrunum er þeim dreift á keppnisstað til dómara og aðra sem koma að keppninni. Það verður spennandi að fylgjast með framgangi okkar manna