Evert gefur óbrigðul heilsuráð

Evert Víglundsson, einn helsti crossfit-kappi Íslendinga var á meðal gesta í heilsutímanum í gærkvöld, en fyrir stuttu bar hann sigur úr býtum á Íslandsmeistaramótinu í 40 til 44 ára aldurhópnum í greininni.

Evert er orðlagður þjálfari og lumar á fjölda góðra heilsuráða sem hann deilir með áhorfendum Heilsutímans að þessu sinni, en þáttinn er hægt að nálgast hér á hringbraut.is eins og alla aðra þætti stöðvarinnar. 

Í Heilsutíma gærkvöldsins var einnig spjallað við Sveinbjörn Kristjánsson, sálfræðing sem starfar hjá Landlæknisembættinu, um nýjan heilsuvef sem heitir www.heilsuhegdun.is en honum er ætlað að upplýsa almenning um heilsu og inniheldur m.a. gagnvirkt efni þar sem fólk getur fengið stöðumat á sjálfu sér.
 
Þá var og rætt við Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni hjá Heilsuborg um lífstílsbreytingar og mikilvægi þess að halda blóðsykri í lagi og eitt af þeim ráðum sem hún gefur fólki er að setja safapressuna í bílskúrinn!
 
Heilsutíminn er frumsýndur öll mánudagskvöld og er unninn í samvinnu við Fréttatímann.