Þekkir þú þá tilfinningu að þú getur engan veginn fundið lokin fyrir ílátin vegna þess að þau eru grafin undir baksturdótinu, bökunarpappírnum, álpappírnum eða jafnvel skúffuplötum? Þá er þetta klárlega hugmyndin fyrir þig. Eldhús- og skápa hönnuðir eru stöðugt að koma með nýjar lausnir til að auðvelda vinnuna í eldhúsinu og gera það hagnýtara. Hér gefur að líta góða hugmynd sem hönnuðir deila.
Lok og ílát á sama stað. Hefðbundnar eldhúsinnréttingar eru einfaldlega ekki hannaðar til að auðvelda okkur að halda lokum og ílátum saman. Lokin vilja ansi oft rata í aðra skápa eða skúffur sökum skipulags eða hönnunnar á eldhúsinnréttingum. Lokin eiga það líka til að týnast undir öðrum hlutum eða hreinlega bara gufa upp. Skipulagning á geymslu- eða matarílátum er alltaf áskorun. Þessi glæsilega hönnun eða innskotsskúffa mun tryggja að þú munt aldrei þurfa að grafa þig í gegnum óreiðuna til að leita að lokinu aftur fyrir ílátin þín.
Heimild á vefsíðunni Houzz.com.