Fram hefur komið að Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, þáði launahækkun í fyrra sem nemur kr. 612.000 á mánuði, 7.3 milljónum króna á ári. Launahækkun bæjarstjórans er meiri en meðallaun starfsmanna Kópavogs eru.
Að þetta skuli koma upp núna rétt fyrir kosningar er vægast sagt óheppilegt fyrir Ármann og Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi. Flokkurinn hefur verið á góðu róli í bænum, andstætt því sem verið hefur víða annars staðar en Sjálfstæðisflokkurinn er víðast hvar í basli fyrir þessar kosningar.
Að bæjarstjórinn í Kópavogi sé komin með hærri laun en sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík mælist illa fyrir hjá kjósendum og þykir bera vott um græðgi og ófyrirleitni.
Fólk hrekkur við vegna launahækkunar upp á 612.000 á mánuði. Ármann hefði átt að sýna betra fordæmi en þetta. Flokkurinn mun missa fylgi vegna þessarar fréttar. En hve mikið er erfitt að segja til um.
Fimmti maður flokksins í Kópavogi gæti fallið.
Rtá.