Er seðlabankastjóri að falla á fyrsta prófinu?

Í lögum um Seðla­banka Ís­lands, 1. gr., segir: „Seðla­banki Ís­lands er sjálf­stæð stofnun í eigu ríkisins“. Í 2. gr. segir: „Að­setur og varnar­þing Seðla­banka Ís­lands er í Reykja­vík. Í 3. gr., sem eru sú fyrsta um mark­mið og til­gang bankans, segir: „Megin­mark­mið Seðla­banka Ís­lands er að stuðla að stöðugu verð­lagi.“

Skv. þessu, er það kristal­tær frum­skylda Seðla­banka og seðla­banka­stjóra að stuðla að stöðugu verð­lagi.

Í ljósi þessa er sú þróun gjald­eyris- og gengis­mála, sem átt hefur sér stað síðustu vikur, án þess að Seðla­banki hafi beitt sér nokkuð eða mikið gegn þeirri þróun, með öllu ó­skiljan­leg.

Á nokkrum vikum, hefur gengi Banda­ríkja­dals farið úr 123 krónum í 143 krónur og evra úr 133 krónum í 156 krónur. Hefur krónan þannig fallið um 16-17%!!

Þar sem við Ís­lendingar erum mjög háðir inn­flutningi, og það telst hér þumal­fingurs­regla að verð­lag í landinu hækki um u.þ.b. helming af því sem gengi krónu fellur, er það með ó­líkindum að nýr seðla­banka­stjóri skuli leyfa sér, annars vegar að beita ekki styrk bankans til að halda genginu stöðugu (með mark­vissum og öflugum kaupum á krónunni), og hins vegar að láta sem svo að þetta sé ekkert mál; muni ekki hafa á­hrif á verð­lag, verð­bólgu eða lána­vísi­tölu.

Hvaðan kemur honum sú nýja speki, sem brýtur í bága við alla fyrri reynslu!?

Undir­ritaður er gáttaður á þessari af­stöðu, sem hann telur sýna skort á skilningi, fyrir­hyggju og á­byrgð seðla­banka­stjóra.

Ís­lenzkt þjóð­fé­lag er í ó­venju­lega við­kvæmri stöðu nú, eftir að erfiðir, marg­slungnir og lang­vinnir kjara­samningar hafa verið gerðir, m.a. lífs­kjara­samningarnir, sem byggja á og eru í raun skil­yrtir því, að stöðugt verð­lag haldist í landinu.

Dettur ein­hverjum heil­vita manni – nema þá kannske seðla­banka­stjóra – í hug, að verð­lag haldist stöðugt, við gengis­fall krónunnar upp á 16-17%!?

Fyrir undir­rituðum er það borin von, þó að olíu­verð hafi fallið og heims­markaðs­verð á marg­vís­legum varningi hafi fallið, vegna skorts á eftir­spurn vegna kóróna­veirunnar, en um leið og eftir­spurnin kemur aftur, að mati undir­ritaðs strax í apríl-maí, þegar líka við förum aftur að kaupa inn, kann snögg og saman­söfnuð eftir­spurnaralda að koma með þeim krafti, að fram­leiðsla og fram­boð hafi ekki við.

Munu þá inn­kaup til Ís­lands í er­lendri mynt jafn­vel hækka og við bætist svo fall krónunnar um 16-17%, sem gætu þá verið orðin 20%, eða meira, ef seðla­banka­stjóri flýtur á­fram sofandi að feigðar­ósi.

Ef al­mennt verð­lag í landinu fer upp um 5-10%, á næstu 3-6 mánuðum, verð­tryggð lán hækka í takt við það og at­vinnu­leysi og tekju­fall þeirra, sem þó halda vinnu, verður mikið – eins og allt bendir til – þá mun þetta and­vara­leysi og að­gerðar­leysi seðla­banka­stjóra í gengis­málum hafa í för með sér, að alda verð­hækkana mun ganga yfir ís­lenzkt þjóð­fé­lag, þar sem kjara­samningar kunna að splundrast og friður breytast í heiftar­lega deilur og ill­indi á versta tíma.

Það vakti sér­staka furðu undir­ritaðs þegar seðla­banka­stjóri við­hafði þessi um­mæli í við­tali við Morgun­blaðið 19. marz sl. :

„Gengi krónunnar hefur gefið eftir um 10% það sem af er árinu (reyndar var það 12-14%). Væri það eðli­leg þróun miðað við stöðu mála og þakka mætti fyrir að við byggjum við sjálf­stæða mynt sem tæki mið af því sem væri að gerast í hag­kerfinu“.

Hvað er maðurinn eigin­lega að fara þarna? Auð­vitað er miklu betra að hafa mynt, sem hefur og tryggir stöðug­leika, þegar annar og al­var­legur vandi myndast í hag­kerfinu! Fljótandi og kraft­laus mynt, sem beygist og sveigist eins og lauf­blað í vindi verður auð­vitað að­eins til þess að auka ó­öryggi og vand­ræði.

Og, þegar seðla­banka­stjóri talar um „eðli­lega þróun“, hvað meinar hann þá? Er það eðli­leg þróun, að gjald­miðillinn okkar gefi eftir og svíki ein­mitt þegar hann þyrfti að sýna stöðug­leika og styrk!?

Það er leitt að þurfa að segja það, en seðla­banka­stjóri á ekkert annað og betra skilið en fall­ein­kunn fyrir þessa fyrstu hand­höfn og em­bættis­færslu sína. Við verðum að vona, að hann sjái að sér og grípi nú til allra ráða bankans til að styrkja krónuna og tryggja þann stöðug­leika, sem honum ber laga­leg skylda til.