Ein af frumforsendum fyrir tilvist Ríkisútvarpsins er að það starfi í þágu allra landsmanna. Í því felst að það dragi ekki taum neins umfram annan. Löngum hefur augað verið á því hvort pólitísk slagsíða sé á dagskránni, einkum fréttum, og hefur sitt sýnst hverjum eins og gengur. Nú undanfarið hafa hins vegar orðið skörp kaflaskil að þessu leyti hjá Ríkisútvarpinu, sem á samkvæmt lögum að vera útvarp allra landsmanna.
Fyrst skal nefna einstaklega grímulausa auglýsingu Ríkisútvarpsins á ævisögu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem var forsætisráðherra og áður félagsmálaráðherra og alþingismaður til mjög margra ára. Ríkisútvarpið gerir tvo klukkutíma langa þætti um Jóhönnu og kynnir þá með mynd af bókinni, ævisögu Jóhönnu, sem svo \"heppilega\" vill til að kemur út á sama tíma. Mögulega gæti útvarpsstjórinn sloppið með þessa óvenju ófyrirleitnu auglýsingu með því að halda fram a þetta hafi bara verið tilviljun. Ef ekki hefði komið til Útsvarið!
Í einni spurningu Útsvarsins (vinsæls spurningaþáttar í beinni útsendingu á besta útsendingartíma á föstudagskvöldum)þann 24. móvember tengdist svarið Jóhönnu og ekkert við það að athuga. En, annar spyrillinn lét sér sæma að nefna þá sérstaklega og vekja athygli á að bók Jóhönnu væri bara einmitt nýkomin í bókaverslanir!
Um tugamilljóna króna dagskrárgerð til að kynna Jóhönnu og bók hennar í miðju jólabókaflóðinu þegar allir bókaútgefendur landsins berjast um athygli þjóðarinnar, og drottningarviðtali við sælgætisframleiðanda, þar sem talsverðu rými var varið í að kynna hann sem slíkan og fyrirtæki hans?
Er í rauninni alls engin stjórnun eftir hjá Ríkisútvarpinu, engin grundvallarlögmál lengur í heiðri höfð?
Rtá