Er lív bergþórsdóttir á leið í flugið?

 Orðrómur er um það í viðskiptalífinu að Lív Bergþórsdóttir, sem nýlega hætti sem forstjóri NOVA, sé að taka við forstjórastarfi annað hvort hjá WOW-Air eða Icelandair Group. Hún hefur átt sæti í stjórn WOW og verið formaður þar um skeið. Menn velta því fyrir sér hvort Skúli ætli að styrkja yfirstjórnina í fyrirtækinu með því að ráða hana sem forstjóra en taka sjálfur sæti formanns.

 

Einnig hefur verið bent á þann möguleika að Lív fari til Icelandair Group og þá væntanlega sem forstjóri. Hún hefur verið mjög farsæll stjórnandi hjá NOVA og er talin eiga mestan þátt í þeim geysilega árangri sem það fyrirtæki hefur náð hér heima á fáum árum.

 

Lív er á besta aldri til að gegna forystuhlutverki. Hún hefur verið einn best launaði forstjóri landsins undanfarin ár og hún hefur unnið til flestra þeirra verðlauna sem í boði eru fyrir stjórnendur íslenskra fyrirtækja. Þannig hefur hún verið valin Maður ársins hjá Viðskiptablaðinu, Frjálsri verslun og ÍMARK en slík verðlaun hlotnast einungis þeim sem bera af í viðskiptalífinu.

 

Rtá.