Þetta forkunnarfagra sódavatnstæki, Aarke sómir sér vel í hverju eldhúsi, hvort sem það er svart, hvítt, grátt, gyllt eða kopar. Þetta er tækið sem á að standa upp á borði en ekki fela inn í skáp, enda mikið augnakonfekt. Svo er það líka laust við plastflöskur.
Þú þarft nú ekki lengur að bera með þér plastflöskur af kolsýrðu vatni heim úr búðinni. Flaskan sem fylgir með er úr gleri, allt til að auka á umhverfisvænleikann og að minnka plast. Hægt er að kaupa auka flöskur og eiga þannig tilbúið kolsýrt vatn inn í ísskáp eða bragðbæta til hátíðabirgða.
Kolsýruhylkin duga til að búa til um 60 lítra af kolsýrðu vatni og þetta eru sömu hylki og passa í aðrar tegundir af sódavatntækjum. Svo ef þú átt slík hylki þá getur þú notað þau.
Aarke þýðir „everyday“ eða „alla daga“ á Suður-Samí tungumáli sem talað er af einungis um 500 manns í Norður Svíþjóð. Fyrirtækið Aarke sem framleiðir þessi trylltu sódavatnstæki var stofnað í Svíþjóð fyrir þremur árum, af tveimur hönnuðum og frumkvöðlum, í samvinnu við sænska fyrirtækið AGA Gas.
Aarke sódavatnstækin fást hjá GKS. GKS er innréttingafyrirtæki sem sérhæfir sig í sérsmíðuðum og tilbúnum lausnum fyrir heimili og fyrirtæki. GKS innréttingar eru staðsettar að Funahöfða 19 í Reykjavík.