UPPSKRIFT:
2 lærisneiðar
2 gróft saxaðir rauðlaukar
4 meðalstórar kartöflur skornar í bita
1-2 dl mjólk
Salt, pipar, chilliduft og soja eftir smekk
Saxað kínakál yfir þegar kemur úr ofni.
Lærisneiðarnar skornar í temmilega munnbita, laukur og kjötið brúnuð á pönnu með kryddi, mjólk hellt yfir og suða látin koma upp. Kartöflubitar settir í eldfast mót og kjötið í sósunni hellt yfir, bakað í ofni við 180 í 20 mín, borið fram með kínakáli og eggjahræru úr afgangs eggjum frá búðingsgerð.