Fimm dýrustu eignirnar í miðbænum - sjáðu myndirnar

Fasteignaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár og reglulega skapast umræðan um það hvernig ungt fólk eigi að geta keypt sig inn á markaðinn. Erfitt er að safna eiginfé á dýrum leigumarkaði og kröfurnar miklar. 

Sérstaklega getur verið erfitt fyrir fólk að kaupa sér eign í miðbæ Reykjavíkur en það hefur lengi vel verið einn vinsælasti staðurinn til þess að búa á. Mikið af fólki starfar miðsvæðis og sér kostinn í því að þurfa ekki að keyra langt til vinnu og þá þykja mörgum heillandi að vera í nálægð við mannlífið.

Samkvæmt fasteignavef Vísis eru þetta fimm dýrustu eignirnar í miðbæ Reykjavíkur í dag sem sem taldar eru vera til einkanota en ekki til útleigu sem gistirými:

 

Tryggvagata 13, 101 Reykjavík - 164,9 m², fjölbýlishús, 4 herbergi - Verð: 129.000.000 kr.

\"\"

\"\"

\"\"

Vatnsstígur 20-22, 101 Reykjavík - 183,2 m², fjölbýlishús, 3 herbergi - Verð: 129.000.000 kr.

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

Geirsgata 2 - Hafnartorg , 101 Reykjavík  - 176,2 m², fjölbýlishús, 5 herbergi - Verð: 138.100.000 kr.

\"\"

\"\"

Túngata 38, 101 Reykjavík - 309,5 m², einbýlishús, 9 herbergi - Verð: 165.000.000 kr.

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

Geirsgata 2, Hafnartorg , 101 Reykjavík  - 226,3 m², fjölbýlishús, 4 herbergi - Verð: 182.000.000 kr.

\"\"

\"\"

\"\"