Eitt það besta sem við getum gert fyrir líkama og sál er að núll stilla sig, borða hollan og næringaríkan mat og stunda heilbrigða hreyfingu. Eitt af því sem hægt er að gera þegar okkur langar að koma okkur af stað og huga betur af því hvaða næring hentar okkur best er að fara í svokallaða safahreinsun. Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar, Karenu Jónsdóttur, Kaju eins og hún er ávallt kölluð, frumkvöðul, stofnanda og eiganda Matarbúrs Kaju og Café Kaju og fær innsýn í safahreinsuna sem hún býður uppá nokkru sinnum á ári. Þegar kemur að því að framleiða safana eins og allt það sem Kaja framleiðir er aðal áherslan á lífrænt hráefni enda rekur Kaja eina lífrænt vottaða kaffihús landsins. Hún ljóstrar upp tilurðinni, framkvæmdinni og markmiðinu með safahreinsuninni og þeim árangri sem hún getur skilað. „Mér finnst alveg nauðsynlegt að fara í safahreinsun einu sinni til tvisvar á ári, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu. Mikil endurnýjun á sér stað og síðan er þetta frábært leið til að núllstilla sig, losna við bjúg og bólgur. Þetta auðveldar fólki líka að hefja og ná tökum á breyttum lífstíl,“ segir Kaja og er full tilhlökkunnar fyrir hverja safahreinsun. Kaja lagar safa fyrir Sjöfn og kemur henni á bragðið. Fróðleg og áhugaverð heimsókn til Kaju í þættinum í kvöld klukkan 20.00.
Allir safarnir hennar Kaju eru gerðir úr lífrænum ávöxtum og grænmeti.