Endurfjármögnun húsnæðislána getur komið sér vel

Hús­næðis­lána­markaðurinn hefur tekið breytingum og margir hafa verið að hug­leiða hvort það er skyn­sam­legt að endur­fjár­magna nú­verandi hús­næðis­lán sín og skoða hvaða lána­kjör eru hag­stæðust þessa dagana. Sjöfn Þórðar hitti Lindu Lyng­mo, verk­efna­stjóra hjá Ís­lands­banka og fékk hana til að taka stöðuna á þessum málum í dag.

Eru margir að endur­fjár­magna lánin sín í dag?

„Já, það hefur verið aukin eftir­spurn í endur­fjár­mögnun hús­næðis­lána undan­farna mánuði. Þessi þróun er hins vegar auð­skiljan­leg þegar horft er til þeirra markaðs­að­stæðna sem við búum við í dag og hvernig þær hafa breyst á undan­förnum mánuðum, lán­tak­endum í hag.“ Linda segir að vextir haf lækkað mikið og í raun hafa vextir á hús­næðis­lánum aldrei verið lægri en núna. Lán­töku­kostnaður sé mun við­ráðan­legri en áður og kostnaður sem lán­tak­endur bera vegna endur­fjár­mögnunar á lánum með fasta vexti hefur einnig dregist saman.

Er skyn­sam­legt að endur­fjár­magna hús­næðis­lán þessa dagana?

„Það er a.m.k. skyn­sam­legt að hver og einn skoði hvernig málin standa hjá sér, hvort orðið hafi eigna­myndun, hvort markaðs­vextir hafi lækkað síðan lánið var tekið og svo fram­vegis og í fram­haldinu kannað hvort hægt sé að endur­fjár­magna á betri kjörum.

Oftast er talað um að vextir þurfi að hafa lækkað um 1% frá því að lánin voru tekin til að það borgi sig að endur­fjár­magna þau en það fer einnig eftir að­stæðum hvers og eins.

Þegar veð­hlut­fallið á eigninni hefur lækkað og eigna­myndun hefur aukist myndast tæki­færi fyrir fólk til að „taka til“ í lánunum hjá sér og sam­eina lán, ef fólk hefur verið með grunn- og við­bótar­lán, í eitt grunn­lán á hag­stæðari kjörum.

Endur­fjár­mögnun getur einnig verið val­mögu­leiki fyrir fólk ef upp kemur tíma­bundinn greiðslu­vandi svo sem vegna at­vinnu­leysis, veikinda eða annarra á­stæðna og væri þá hægt að lækka mánaðar­lega greiðslu­byrði.“

Er hægt að endur­fjár­magna hús­næðis­lán með raf­rænu leiðinni?

„Flestar fjár­mála­stofnanir eru farnar að bjóða upp á sjálf­virkar lausnir vegna hús­næðis­lána. Til að mynda gaf Ís­lands­banki ný­verið út sjálf­virka lausn fyrir endur­fjár­mögnun hús­næðis­lána þannig að núna geta við­skipta­vinir sótt um og gengið frá öllu ferlinu á vefnum og fylgst með stöðu um­sóknarinnar á svo­kölluðum stöðu­skjá, þegar hentar,“ segir Linda.

Linda nefnir einnig að lausnin hafi verið unnin í nánu sam­starfi við við­skipta­vini bankans en með henni geta við­skipta­vinir nú stillt upp og sótt um þau lán sem þeim henta hvar og hve­nær sem er.

Hvaða skil­yrði þarf að upp­fylla til að geta sótt um endur­fjár­mögnun hús­næðis­lán og einnig ef það er gert á netinu?

„Lausnin er að­gengi­lega á heima­síðu bankans og það eina sem fólk þarf að hafa til að geta sótt um eru raf­ræn skil­ríki. Greiðslu­mat er fyrsta skrefið í ferlinu en við­skipta­vinir hafa tök á því að stilla nýju láni upp sjálfir og leika sér með mis­munandi lána­sam­setningar í við­mótinu áður en sótt er um.

Við­skipta­vinir þurfa að upp­fylla lána­reglur bankans til að fá hús­næðis­lán hjá bankanum og það sama gildir um endur­fjár­mögnun.“

Hvernig eru verð­tryggðu- og ó­verð­tryggðu lánin?

„Undan­farnar vikur og mánuði hafa æ fleiri valið að hafa lánin sín ó­verð­tryggð og þá sér­stak­lega "hrein" ó­verð­tryggð lán en þá er öll láns­fjár­hæðin ó­verð­tryggð í stað þess að skipta henni í verð­tryggt að hluta og hluta ó­verð­tryggt.

Þessi þróun gæti einna helst skýrst af mikilli um­ræðu um ó­verð­tryggð lán, vegna þeirra vaxta­lækkana sem lýst er hér að ofan og vegna þess að í fyrsta skipti er greiðslu­byrði ó­verð­tryggðra lána raun­hæfur kostur fyrir mun fleiri en áður þekktist.

Vextir á verð­tryggðum lánum hafa lækkað undan­farið en þó ekki jafn mikið og á ó­verð­tryggðum lánum. Í dag eru verð­tryggðir vextir um 1% lægri en þeir voru í byrjun síðasta árs á meðan ó­verð­tryggðir breyti­legir vextir eru allt að 2% lægri og gætu ef til vill lækkað enn þá meira á komandi vikum.

Að því sögðu gætu vaxta­hækkanir, komi til þeirra, haft mikil á­hrif á þá lán­tak­endur sem eru að spenna bogann hátt, eru að taka hrein ó­verð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum og eru með lítinn tekju­af­gang þar sem þetta eru lánin sem sveiflast mest. Kæmi til vaxta­hækkana er hægt að sækja um vaxta­greiðslu­þak en það er þjónusta sem veitir lán­tak­endum skjól fyrir sveiflum í greiðslu­byrði vegna vaxta­hækkana með því að festa vextina í fyrir­fram skil­greindu há­marki.“

Hvað er greiðslu­frestur og hverjum hentar hann?

„Greiðslu­frestur virkar þannig að af­borgunum á láni er frestað í allt að 3-7 mánuði, fer eftir hverjum og einum, og á meðan leggjast vextir við höfuð­stólinn á láninu. Oftast er láns­tíminn lengdur sem því nemur svo að greiðslu­byrði haldist svipuð eftir greiðslu­frests­tíma­bilið en þegar því lýkur má samt sem áður gera ráð fyrir að greiðslu­byrðin á láninu verði eitt­hvað hærri, að öllu ó­breyttu, þar sem höfuð­stóllinn hefur hækkað.

Ein­staklingar sem lenda í tíma­bundnum greiðslu­erfið­leikum geta sótt um greiðslu­frest á lánum, s.s. vegna at­vinnu­missis, tekju­skerðingar eða út af veikindum.

Hægt er að óska eftir því að fá sím­tal við ráð­gjafa þar sem farið er betur yfir stöðu hvers og eins og fundið út í sam­einingu hvað hentar hverju sinni. Ég hvet fólk til að nýta sér þá þjónustu ef það er í ein­hverjum vafa eða vantar að­stoð með sín mál,“ segir Linda að lokum og hvetur fólk að hika ekki við að hafa sam­band við ráð­gjafa ef ein­hverjar spurningar vakna.