Íbúar í vesturbergi fengu áfallahjálp

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðins var kallað út á tíunda tímanum í morgun eftir að tilkynning barst um eld í fjölbýlishúsi við Vesturberg 4 í Breiðholti. Eldurinn reyndist minni umfangs en talið var í upphafi og tók skamma stund að ráða niðurlögum hans.

Unnið er að reykræstingu en upptök eldsins eru ókunn að svo stöddu. Áfallateymi Rauða krossins er einnig á staðnum en þar gefst fólki kostur á að fá áfallahjálp og sálrænan stuðning.