Þrif á gólfum heimilisins, hreinsandi mataræði, rafbílavæðingin og réttindi leigjenda og fasteignakaupenda verða meðal umræðuefna í fjölbreyttum þætti Heimilisins á Hringbraut í kvöld, en þátturinn fjallar um allt er lítur að rekstri, viðhaldi og öryggi heimilisins.
Eins og stundum áður eys Stefán Ingi Óskarsson er viskubrunni sínum í þætti kvöldsins, en hefur hefur áratugalanga reynslu af því að kynna fólki hreinsivörur fyrir heimilið. Að þessu sinni munu þeir Sigmundur Ernir fjalla um það hvernig þrífa á gólfin á heimilinu, jafnt í forstofu, holi, baðherbergi, eldhúsi og stofum.
Meginreglan er þessi, segir sérfræðingurinn; ekki ofbleyta gólfin, það færir bara skítinn til, en tekur lítt eða ekki á óhreinindunum, t.d. skýjamynduninni af völdum húðfitu sem er alvanalegt vandamál á parketi, en með réttu efnunum og vel valinni moppu, vinnst verkið mun betur. Það eru jú efnin, ekki bleytan, sem eiga að taka á óþrifnaðinum, eins ogg Stefán Ingi bendir á í þættinum.
Meðal annarra gesta þáttarins í kvöld er Júlía Magnúsdóttir, höfundur bókarinnar Lifðu til fulls sem gerbreytti mataræði sínu eftir að hafa byrlað sjálfri sér eitur með óhollu og óvönduðu mataræði, eins og hún lýsir þvi í samtali sínu við Sigmund Erni - og þá mun Páll Þ. Ármann, markaðsstjóri Eignaumsjónar koma við sögu í þættinum ásamt Óskari Davíð Gústavssyni hjá Rönning sem veit allt um rafbílavæðingu þjóðarinnar.