Ekki nota sömu klúta og tuskur á öll rými heimilisins

Þegar kemur að því að skipuleggja þrif á heimilum er mikilvægt að flokka hvað klútar og tuskur eru fyrir hvaða rými. Ekki nota sömu klúta og svampa til mynda við þrif í eldhúsi og baðherbergi. Einnig er vert að velja umhverfisvænar vörur og vanda val á því sem notað er.

Góð ráð fyrir skipulagningu ræstiskápsins:

  • Hafa klúta og svampa í mismunandi litum eftir rýmum sem þrifin eru. T.d. bláa klúta og svampa fyrir baðherbergi og salerni, gula fyrir eldhús og bleika fyrir stofu og herbergi. Gefa hverju rými sinn lit.
  • Hanskar, notkun hanska við þrif eru æskileg og líka mikilvægt að nota ekki sömu hanska við þrif í öllum rýmum heimilisins. Gott að merkja og flokka hanska eftir þeim rýmum sem við á.
  • Nýta allt sem hægt er. Geyma gömul handklæði, ónýta bómullarboli og viskustykki. Hægt er að klippa niður og nota við hreingerningar og til að þurrka af með. Einnig er hægt að nýta svona tuskur í að bera á mubblur eða tekkolíu á húsgögn. Eins þegar verið er að fægja silfur.
  • Æskilegt er að hafa góðan ræstiskáp á hverju heimili og tryggja að börn komist ekki í. Það geta verið efni sem eru skaðleg en vert er að velja ávallt lífræn hreinsiefni sem skaða síður umhverfið.