Ísleifur Jónsson ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1921 og mun því fagna 100 ára afmæli eftir 2 ár, ef Guð leyfir, eins og Ísleifur Leifsson segir réttilega í viðtalinu við Sjöfn Þórðar. Fimm ættliðir hafa komið að rekstri verslunarinnar í hjartnær hundrað ár. Í dag sérhæfir verslunin sig í lausnum fyrir eldhús, baðherbergi og öllu sem við kemur pípulögnum. Gæðavörur og góð þjónusta eru þeir áhersluþættir sem hafa fylgt fyrirtækinu alla tíð.
Í þá átt þróaðist versluninni. „Í upphafi verslunarinnar var meðal annars verið að selja myndavélar og fleiri hluti,“ segir Ísleifur Leifsson sölu- og markaðsstjóri. Hann man þá tíð þegar hann skrapp í sendiferðir fyrir starfsmenn ungur á árum og hefur ætíð haft góð ráð afa síns að leiðarljósi í rekstri fyrirtækisins. „Eins og afi sagði, markmiðið er ekki að vera stærstir, heldur að vera bestir,“ segir Ísleifur og er stoltur af verkum forfeðra sinna. Meira um tilurð og sögu Ísleifs Jónssonar í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.