Alltof margir flaska á því að geyma tómatana sína í kæli í heimahúsum, sem er ekkert minna en bannað. Kuldinn eyðileggur nefnilega áferð þeirra og dregur úr bragðgæðum. Það sama á raunar við um ferskjur, en þær á að geyma við stofuhita nema þær séu orðnar mjög þroskaðar. Og svo við höldum okkur í sama ranni; ekki þvo berin fyrr en rétt áður en þau eru borin fram. Ef þau eru skoluð og sett í kæli verða þau maukkennd ...