Það er margt sem þarf að gera þegar fasteignakaup og sala fara fram og til að allt gangi hnökralaust fyrir sig á skilvirkan og skjótan hátt þarf kerfið að virka. Guðbergur Guðbergsson löggiltur fasteignasali frá Fasteignasölunni Bæ verður gestur hjá Sjöfn Þórðar og fer yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum í dag, hvað hefur breyst og gert söluferlið erfiðra og lengra en þörf er á. Guðbergur segir að það sé ekki boðlegt að það skuli taka allt að þrjár vikur að fá þinglýsingu í gegn hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu. Meira um þetta í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.