Ekki bara dásamlegt heldur snilldarhugmynd líka! myndir

Nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið sitt, fengu Tavis og Kristie, par á þrítugsaldri í Bandaríkjunum, snilldarhugmynd. Hvernig væri að fá förðunarfræðinga til að elda þau um 70 ár eða svo? Hjónabandið gengur jú út á að verja ævinni saman....

Parið kynntist þegar þau voru 19 ára og töldu sig því þekkja hvort annað nokkuð vel. Bjartsýn og full eftirvæntingar, var brúðkaupið því skipulagt fyrir vormánuðinn maí 2015.

Hugmyndin þeirra var að búa til myndband af uppátækinu og sýna á brúðkaupsdaginn. Það sem þau vissu ekki þá, var að myndbandið sló svo rækilega í gegn að þegar þetta er skrifað, hafa um 18 milljónir horft á það!

En hvernig gekk nú tilraunin fyrir sig og hvernig leist Kristie og Tavis á hvort annað, 70 árum síðar....

50 ára.

Fyrst var að elda parið um 20 ár, sem þýddi að Tavis og Kristie væru þá um fimmtugt. Flestir eru eflaust sammála því að sá aldur telst ,,á besta aldri” enda litu þau bæði mjög vel út. Einhverjar fínar hrukkur höfðu bæst við hjá Kristie en fyrstu viðbrögð Tavis voru að hún væri vægast sagt glæsileg!

\"\"

\"\" 

70 ára.

Næst var að elda parið aftur um 20 ár, sem þýddi að Tavis og Kristie væru þá um sjötugt.

\"\"

Í þetta sinn reyndu þau líka að elda sjálfan sig í klæðaburði. Kristie var með slæðu og Tavis valdi sér peysu sem telja mætti nokkuð afalega. Bæði voru þau orðin gráhærð en á Tavis höfðu augabrýr orðið nokkuð stærri og hárvöxtur því breyst.

,,Mér finnst ég líta út eins og amma mín” sagði Kristie þegar hún sá sjálfan sig en enn var parið ánægt með það sem það sá og fullt eftirvæntingar fyrir framtíðina.

\"\"

Allt í einu fer Kristie samt að gráta. Allir í kring fara í uppnám og spyrja hvað sé að. Um tíma kom hún ekki upp orði fyrir táraflóðinu en nær loksins að segja frá því að þegar hún hugsi til þess hversu mikið geti gerst hjá þeim sem hjónum fyrir sjötugt, beri tilfinningarnar hana hreinlega ofurliði.

\"\"

\"\"

Já, öll hjón eiga sér sögu og því ekki ólíklegt að um sjötugt verði Kristie og Tavis búin að eignast börn, tengdabörn og barnabörn...

\"\"

\"\"

90 ára.

Síðasta skrefið var síðan að elda parið aftur um 20 ár, sem þýddi að nú voru Kristie og Tavis orðin níræð.

\"\"

Þau eru bæði orðin töluvert eldri en áður en aftur segja tilfinningarnar til sín og parið tekur í hönd hvors annars. Verða hreinlega meyr.

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"

Hér er síðan myndbandið umrædda og ekki laust við að það snerti svolítið strengina, enda oft stutt í tárin hjá parinu sjálfu.

Snilldarhugmynd hjá turtildúfunum!

Zetan er í eigu Spyr.is, samstarfsaðila Hringbrautar. Þú sendir spurningar og sérð svörin á spyr.is en fréttir og annað efni á hringbraut.is. Fylgstu líka með fjölbreyttri innlendri sjónvarpdagskrá Hringbrautar öll kvöld vikunnar: rás 7 hjá Símanum og rás 25 hjá Vodafone. Við erum málefnaleg, fróðleg, lífleg og ókeypis!