Hér var ferðinni samstarfsverkefni veitingastaðarins Hnoss í Hörpu og Rammagerðarinnar sem Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumeistari á Hnoss og Auður Gná hjá Rammagerðinni áttu heiðurinn af í samstarfi við hönnuði og listamenn á mörgum sviðum. það má með sanni segja að útkoman sé stórfengleg og eigi sér enga líka. Í þættinum Matur og heimili heimsækir Sjöfn Þórðar Fanneyju Dóru á Hnoss og fær innsýn í þetta einstaka samstarfsverkefni sem þær Fanney Dóra og Auður settu upp sem var heill heimur íslenskrar hönnunar og matreiðslu.
„Boðið var upp á alíslenskt borðhald, þar sem hráefnin komu öll beint frá býli og punktinn yfir i-ið setti síðan Rammagerðin sem bjó til borðhald þar sem hver hlutur var sérhannaður fyrir þennan tiltekna viðburð. Áhugafólki um íslenska hönnun var boðið að setjast að borðum og upplifa íslenska hönnun og matreiðslu á hátt sem ekki hafði verið kynntur fyrr hér á landi,“ segir Fanney Dóra sem átti heiðurinn á matseðlinum þar íslenska hráefnið spilaði aðalhlutverkið.
Allir helstu hönnuðir Rammagerðarinnar komu að viðburði Rammagerðarinnar og Hnoss, sem síðan tengdist beint meginviðburði Rammagerðarinnar í Hörpu. Þar var fólki boðið að skoða hlaðborð íslenskrar hönnunar, þar sem allt var til sýnis sem tengist góðu borðhaldi, auk þess var sérstakt tónverk spilað sem flutti gesti inn á óræðan veitingastað. Ilmur er síðan loka skynfærið sem nýtt var og um rýmið mun leik lykt af góðu kaffi og sætum eftirrétti.
Áhugaverð heimsókn til Fanneyjar Dóru á Hnoss þar sem íslenska handverkið er forgrunni í þættinum Matur og heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.
Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: