Einkamálaauglýsing í Bændablaðinu hefur vakið mikla umræðu í Facebook hópnum Fyndir Frændur.
„Ertu stórbóndi á Suðurlandi? Áttu dóttir sem gengur ekki út? Handlaginn smiður úr Hafnarfirði á þrítugsaldri leitar eftir kynnum við kampakáta bóndadóttur. Áhugasamir hafi samband í hfjsmidur@gmail.com, gaman ef mynd fylgir,“ segir í auglýsingunni.
Ekki er vitað hvort um grín sé að ræða en verður það að teljast líklegt. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem vinir setja inn grín í Einkamáladálkinn í fjölmiðlum en auglýsingin er hins vegar heldur ekki það skrýtnasta sem hefur birst þar af fúlustu alvöru.
Mun þetta ekki vera í fyrsta skipti sem Hringbraut fjallar um einkamálaauglýsingar í Bændablaðinu en hægt er að sjá nokkrar hér að neðan eða lesa um þær hér.