Einföld heillaráð til að spara

Flest vær­um við til í að eyða minni pen­ing í vit­leysu. Hér eru nokk­ur súp­erein­föld ráð sem geta hjálpað þér í bar­átt­unni, sem Smartland hefur skrifað upp úr vefnum Self

Ekki láta tölv­una muna korta­upp­lýs­ing­arn­ar þínar
Ef þú þarft að sækja kred­it­kortið þitt og stimpla inn núm­erið er lík­legra að þú stand­ist mátið, enda ekk­ert ein­fald­ara en að kaupa með ein­um smelli.

Eyddu kök­un­um í vafr­an­um þínum
Hef­ur þú tekið eft­ir því að ef þú skoðar eitt­hvað fal­legt á net­inu, líkt og sæta skó, poppa þeir skyndi­lega upp á aug­lýs­inga­borðum á öll­um síðum sem þú heim­sæk­ir næstu dag­ana. Skórn­ir voru svo­lítið freist­andi þegar þú sást þá fyrst, en þegar þeir eru út um allt get­ur löng­un­in orðið skyn­sem­inni yf­ir­sterk­ari.

Borgaðu fyr­ir kaffi með fyr­ir­fram­greiddu korti
Þú get­ur sparað mik­inn aur með því að hlaða ákveðinni upp­hæð inn á fyr­ir­fram­greitt kort sem þú not­ar síðan til þess að borga kaffið. Þegar inn­eign­in er búin er ekki leng­ur í boði að kaupa sér rjúk­andi latté eða cappucc­ino þar til í næstu viku.

Borðaðu morg­un­mat heima
Mörg­um þykir nota­legt að stoppa í baka­ríi á leiðinni til vinnu, það er þó dýrt þegar til lengd­ar læt­ur. Farðu þess í stað ör­lítið fyrr á fæt­ur og fáðu þér að borða áður en þú held­ur af stað út í dag­inn.

Lifðu á „gömlu“ laun­un­um

Varstu að skipta um vinnu? Eða fékkstu kannski launa­hækk­un? Það get­ur verið góð hug­mynd að halda áfram að lifa á „gömlu“ laun­un­um og leggja eft­ir­stöðvarn­ar til hliðar. Ef þú vilt lifa ör­lítið hærra skaltu prufa að fara hæg­ar í sak­irn­ar en vinnu­veit­andi þinn, til að mynda get­ur þú leyft þér að eyða 5% meira í hverj­um mánuði ef þú fékkst 20% launa­hækk­un. Með því móti verður þú fljót­lega kom­inn með hinn fín­asta vara­sjóð.

Losaðu þig við áskrift­irn­ar
Nei, þú þarft ekki að losa þig við Net­flix. Það er þó gott að fara í gegn­um all­ar áskrift­ir og sjá hvort eitt­hvað leyn­ist þar sem þú not­ar lítið. Ekki henda pen­ing­um út um glugg­ann.

Farðu í gegn­um sjálf­virk­ar greiðslur
Prentaðu út yf­ir­lit og farðu vand­lega í gegn­um all­ar sjálf­virk­ar greiðslur. Þú verður ábyggi­lega hissa að sjá hversu mik­ill pen­ing­ur fer í alls kyns þjón­ustu sem þú not­ar ekki leng­ur.

Borgaðu með bein­hörðum pen­ing­um

Þetta kann­ast all­ir við, og ekki að ástæðulausu. Þegar þú sérð pen­ing­ana hverfa úr vesk­inu er ekki annað hægt en að hugsa sig tvisvar um áður en þú fest­ir kaup á ein­hverju.

Reyndu að fá betri kjör hjá trygg­inga­fé­lag­inu
Fólk borg­ar oft meira en það þarf að gera fyr­ir trygg­ing­ar. Það sak­ar ekki að hafa sam­band við trygg­inga­fé­lagið og at­huga hvort hægt sé að koma til móts við þig.

Leyfðu þér smá lúx­us
Það er allt í lagi að láta svo­lít­inn lúx­us eft­ir sér, hvort sem það er jóga­tími, rauðvín á nota­leg­um bar eða góð bók. Gald­ur­inn er að láta þetta ekki verða að vana, held­ur leyfa sér eitt­hvað skemmti­legt af og til.

Forðastu „sér­hannaða“ kokteila
Vatns­mel­ónu- og basil-marga­rít­an hljóm­ar ótrú­lega spenn­andi, en er að öll­um lík­ind­um dýr­ari en þessi gamla góða. Ef þú held­ur þig við venju­lega kokteila, í stað þeirra ný­stár­legu, spar­ar þú að öll­um lík­ind­um svo­lít­inn aur.

Ekki kaupa „bleik­ar“ rakvél­ar
Rakvél­ar sem markaðssett­ar eru fyr­ir kon­ur eru að jafnaði mun dýr­ari en þær sem gerðar eru fyr­ir karlpen­ing­inn. Forðastu „bleika“ skatt­inn og kauptu hrein­lætis­vör­ur fyr­ir karl­menn, svo sem rakvél­ar, raksápu og fleira.

Prufaðu „ókeyp­is“ hitt­ing
Það er gam­an að gera sér glaðan dag og hitta vin­ina, en þegar þið hitt­ist ít­rekað í há­deg­is­mat, á bar eða kaffi­húsi, verður það fljót­lega kostnaðarsamt. Það er sniðugt að poppa þetta svo­lítið upp og gera eitt­hvað sam­an sem ekki kost­ar neitt, til dæm­is að fara út að skokka sam­an, skella sér í fjall­göngu eða skipu­leggja kósí kvik­mynda­kvöld.

Fleiri ráð má lesa á vef Self.