Einfalt og ljúffengt brauð með fetaosti

Uppskriftin af þessu ljúffenga brauði er svo einföld, fljótleg og þægileg að allir ættu að geta bakað hana.

Einfalt brauð með fetaosti

  • 625 grömm hveiti
  • 1 msk lyftiduft
  • 500 ml mjólk
  • 1 tsk salt
  • 2 msk sykur
  • 1/2 krukka fetaostur ásamt olíunni

Aðferð:

Byrjið á því að setja öll þurrefni saman og hræra vel. Setið því næst 2/3 af olíunni úr fetaostinum saman við ásamt mjólkinni og hnoðið saman. Smyrjið formið með restinni af olíunni og bætið að lokum fetaostinum ofan í brauðið og hrærið varlega.

Bakið við 200°c í 40-50 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt ofaná.