Einar veðurfræðingur áhyggjufullur: ekki séð aðra eins spá - „hætt er við að allt fari á hvolf“

„Kl. 5 í fyrramálið er spáð 110 hnúta vindi (~55 m/s) í 1.000 metra hæð undan Suðurlandi. Þetta má sjá á DMI/IGB spákorti fyrir 850 hPa þrýstiflötinn sem gefið var út í kvöld. Einstaka sinnum séð rétt svo spáð tvíflöggun, en heilt strik til viðbótar það held ég varla á síðustu árum a.m.k.“

Þetta segir einn okkar fremsti veðurfræðingur, Einar Sveinbjörnsson. Hann deilir spá sem sýnir vindstyrk samkvæmt spá við Vestmannaeyjar. Einari líst ekki á blikuna og hefur ekki séð aðra eins spá í lengri tíma. Hringbraut.is hefur einnig heimildir fyrir því að fleiri veðurfræðingar séu uggandi og deili áhyggjum með Einari.

„Hætt er við að allt fari á hvolf í Eyjum í orðsins fyllstu merkingu ef þetta gengur eftir.“

Segir Einar og heldur áfram: „Skyldi meðalvindurinn á Stórhöfða ná 40-45 m/s um svipað leyti snemma í fyrramálið? 10. des 2019 mældust 40 m/s í NV átt og þótti ægilegt rok í Eyjum. Mesti meðalvindur á Stórhöfða er hins vegar frá stórviðrinu 3. feb. 1991 - 56,6 m/s.“

Þá segir Einar að lokum:

„Rétt er að hafa í huga að þokkalegt skjól er í bænum þegar er A-átt og mun lægri gildi vinds á mæli þar samanborið við Höfðann.“

*Kortið er fengið af Brunni Veðurstofunnar

\"\"