Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir áhugaverða lægð á leið til landsins á morgun. Einar gerir þessu skil á Facebook eins og er von á vísa.
„Í ískalda loftinu sem berst á haf út frá Labrador er að myndast lægð. Myndaröðin sýnir hana vel og spána sem gerir ráð fyrir að hún vaxi áður en hún nær til okkar í nótt. Myndaröðin er gerð af skýjaspám frá Evrópsku reiknimiðstöðinni (ECMWF) - Tiltölulega nýtt tól sem gagnast okkur sem spáum í veðrið vel.
Lægðinni fylgir hríðarveður hér á landi í nótt og snemma í fyrramálð, nokkuð hvasst og blint um tíma. Suðvestanlands hittir veðrið alfarið á nóttina eða á milli kl. 3 og 6. Í kjölfarið útsynningur líkt og verið hefur frá í gær,“ segir Einar.
„En þar sem lægðin er lítil um sig og myndast í köldu lofti yfir hafi sem hitar upp að neðan, vaknar sú spurning hvort þetta sé svokölluð heimskautalægð (e. polar low). Ýmislegt bendir til þess, en oft eru óglögg mörk á milli þess hvað telst til venjulegra lægða og heimskautalægða. Hallast nú frekar á þetta sé hefðbundin myndun í riðnu lofti (e. baroclinic).
Ég veit að veðurfræðingarnir Ásdís Auðunsdóttir og Árni Sigurðsson þekkja þessa köldu myndanir betur en ég og áhugavert væri að fá þeirra mat.
*Til glöggvunar kallast Labrador sá hluti Kanada sem sjá má efst oa myndunum norðvestan Nýfundnalands.“