Árlega í byrjun sumars er haldin glæsileg hönnunarhátíð í Kaupmannahöfn þar sem fjölmörg fyrirtæki, hönnuðir og innanhússarkitektar sýna afrakstur sinn, nýjustu stefnur og strauma og hvað koma skal. Elva Hrund Ágústsdóttir er ein þeirra heppnu sem fær boð á þessa stórkostlegu hönnunarhátíð árlega og hún kemur í þáttinn til Sjafnar að segja frá því sem augum bar. Hún fer yfir nýjustu stefnur og strauma í hönnun og hvaða litir eru að koma sterkir inn frá Montana svo dæmi séu tekin. Þvílík litadýrð og nýjungar á ferðinni og við fáum að njóta brots af því besta.
Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.