Egill Helga kom af fjöllum þegar hann var spurður út í „Μάγκνουσον“ - Síðan fattaði hann hvað væri í gangi

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er nú staddur í fríi á Grikklandi og deilir frá ferðalagi sínu á Facebook.

Á dögunum sagði hann til dæmis frá því að hann væri í sífellu spurður um „Μάγκνουσον“.

Egill segist hafa komið af fjöllum, en fattaði síðan um hvern verið væri að ræða.

Þá var verið að spyrja Egill út í íslenska knattspyrnumanninn Hörð Björgvin Magnússon, sem gekk til gríska stórliðsins Panaþinaikos á dögunum.

„Hér í Grikklandi eru menn sífellt að spyrja mig um Μάγκνουσον. Ég kom af fjöllum þangað til ég fattaði að íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon væri genginn til liðs við aþenska stórliðið Panaþinaikos.“

Magnússon útleggst nefnilega sem Μάγκνουσον á grísku