Gamlir hlutir og innanstokksmunir heilla suma meira enn aðra. Hilmar Foss er einn þeirra sem á einstakt safn af hlutum, innstokksmunum og bílum, svo fátt sé nefnt. Mest megnis er það frá fjölskyldu hans og fólki sem hefur tengst honum á lífsleiðinni á einn eða annan hátt. Auk þess sem hann hefur afar gott auga fyrir sérstökum hlutum sem eiga sér sögu og vekja eftirtekt. Sjöfn Þórðar heimsækir Hilmar Foss þar sem hann býr suður með sjó í Garði og fær að skyggnast inn til hans, aftur til fortíðar. Það má með sanni segja að hluta íslenskrar arfleiðar megi finna hjá Hilmar Foss, sem sumir myndu segja að væru gull og gersemar. Hilmar Foss á marga hluti og innanstokksmuni sem hafa tilfinningalegt gildi fyrir hann, þó er einn hlutur sem stendur upp úr. „Ef ég mætti velja einn hlut til að taka með mér myndi ég velja bókina sem bjargaðist úr brunanum hjá ömmu minni,“ segir Hilmar Foss.
Missið ekki af áhugaverðu innliti í þættinum í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.