Edda Falak svarar Kára: „Taktu þetta ekki út á mér gamli…“

Kári Stefánsson gagnrýndi Eddu Falak fyrir að auglýsa eftir sögum um frægan vændiskaupanda sem talaði mikið um Covid.

„Já. Þessi sagnaíþrótt sem Edda Falak hefur lagst í núna, að auglýsa eftir sögum um fólk, hún er ekki beinlínis falleg,“ sagði Kári við Vísi. Hann hafnar því með öllu að vera sá maður sem Edda á við í tilkynningu sinni.

„Til að byrja með fannst mér Edda Falak vera að vinna gott verk með því að veita konum rödd. En þegar hún er að auglýsa eftir sögum er hún ekki að veita þeim rödd, heldur búa til rödd.“

Edda Falak svaraði honum fullum hálsi á Twitter:

„Þú og þínir tengdu þig alveg sjálfir við mína frásögn þar sem þolandi leitar eftir stuðningi og reynir að gefa öðrum þolendum kraft til þess að segja frá,“ segir hún og bætir við: „Taktu þetta ekki út á mér gamli…“