Salat með sætkartöflum og pasta.
- Klettasalat
- Heiðmerkur salat eða íssalat
- Kirsuberjatómatar
- Sætar kartöflur
- Parmesanostur
- Furuhnetur
Pastasósan
- Tómatmauk
- Hvítlauksmauk
- Parmesanostur
- Agave Sýróp
- Furuhnetur
Fyllt pasta með ricotta og basil
Sætu kartöflurnar eru skornar í sneiðar og bakaðar í ofni.
Tómatmaukið er sett í skál.
Hvítlaukurinn er pressaður og settur útí maukið.
Smá agave sett útí og að lokum niðurrifinn parmesanosturinn.
Þetta er allt hrært saman.
Salat dressing
- Lífrænt agave sýróp
- Lífræn tamarin sósa
Sett er til helminga agave og tamarin sósa.
Blandið saman og smakkið til.
Má alveg setja aðeins meira af tamarin sósunni þannig að hún verði aðeins bragðmeiri.
Svo er líka gott að hafa Thai Chicken Spicy Thai Mango sósu til að setja á salatið.
Desert - Ávaxtasalat
- Vatnsmelóna
- Gul melóna
- Bananar
- Furuhnetur
Bleik Hersey´s sósa eða súkkulaðisósa sett yfir salatið
Hnetumulningur
Furuhnetur
Einnig má setja súkkulaðispæni
Nammi namm, þetta verður maður að prófa!
Verði ykkur að góðu :)