„Í dag er eitt ár síðan elsku pabbi minn dó. Söknuðurinn er enn óbærilegur og jólin eru svo viðkvæmur tími. Síðustu jól voru auðvitað sérstaklega erfið og einnig jólin þar á undan því þá var stórt skarð höggvið í fjölskylduna þar sem jólabarnið Gísli okkar var ekki með okkur,“ skrifar leikkonan Edda Björgvins í pistli á Facebook um sorgina.
Edda segist hins vegar hafa náð árangri á síðastliðnu ári og birtir mynd máli sínu stuðnings.
„Í ár finn ég að krukkan mín hefur stækkað ögn - ég þarf t.d. ekki að hlaupa grenjandi út úr öllum verslunum sem spila jólalög. Ég get notið þess að horfa á jólaskreytingar og upplifa jólastemmningu. Ég er mjög þakklát fyrir stækkandi krukku,“ skrifar Edda en myndin af krukkunum má sjá hér að neðan