Stærstu viðskiptin sem flestir eiga á lífsleiðinni er að kaupa sér fasteign. Það er því mikilvægt að allt gangi upp og nauðsynlegt að kaupandi fasteignar geti treyst fasteignasalanum sem hann fær ráðgjöf frá í einu og öllu í því ferli sem fram fer þegar fjárfest er í fasteign. Sjöfn fær til sín Grétar Jónasson lögmann og fasteignasala sem jafnframt er framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Félag fasteignasala býður upp á sérstaka neytendaþjónustu sem veitt er á skrifstofunni sem vert er að kaupendur fasteigna viti af og gæti hagsmuna sinna til fulls. Sjöfn spjallar við Grétar um mikilvægi þess að fasteignasalar hafi löggildingu og farið sé eftir lögum og reglum til að tryggja hag fasteignakaupenda.
Þátturinn Fasteignir og heimili er á dagskrá öll mánudagskvöld kl. 20:30 og kl. 22.30 á Hringbraut - og jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.