Í helgarblaði DV bregða menn aðeins á leik og hrekkja Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík svolítið á viðkvæmum tíma mikillar streitu í aðdraganda kosninga.
DV segir að búið sé að ræsa úthringiverið í Valhöll og nú fái margir kjósendur og innflytjendur áminningar um að kjósa flokkinn og “frelsa” borgina.
Af því tilefni hefur DV tekið saman fimm atriði sem rétt er að spyrja um ef Sjálfstæðisflokkurinn hringir:
1. Er Eyþór kominn með bílprófið aftur? Getur hann skutlað mér á kjörstað? Þarna er vísað til þess þegar hann ók drukkinn á ljósastaur við Kleppsveg, missti ökuréttindin og reyndi að koma sökinni á þáverandi unnustu sína.
2. Voruð þið búnir að skila peningunum frá FL Group? Þá er vísað til þess að flokkurinn þáði óheyrilega styrki frá fyrirtækjum árið 2006 sem námu á núverandi verðlagi 150 milljónum króna.
3. Ég skal kjósa ykkur ef ég fæ sæti í stjórn Orkuveitunnar og Faxaflóahafna.
4. Verður sami matur í grunnskólunum og ráðhúsinu ef þið fáið að ráða?
5. Af hverju er Hildur hávaxnari en Eyþór á öllum myndum nema sérstökum framboðs myndum? Þá er vísað til þess að litlum körlum þykir vont að standa við hliðina á stærri konum.
Rtá.