Katrín Ísfeld innanhússarkitekt og fagurkeri fékk þá skemmtilegu áskorun að endurhanna heimili hjóna í Kópavogi frá grunni eftir að skipta þurfti um þak til að koma í veg fyrir leka og rakaskemmdir. Húsið er á tveimur hæðum og hefur Katrín lokið við að endurhanna húsið og efri hæðin er tilbúin eftir framkvæmdir. Sjöfn Þórðar fær sjá útkomuna sem er hin glæsilegasta þar sem dulúð og hlýleiki fá að njóta sín í öllu rýminu.
Ítalskur stíll sveipaður rómantík
„Hönnunin og litavalið er allt samráði við húseigendur en þau vildu fara alla leið og fá heildarmynd á allt rýmið. Innréttingarnar eru allar sérsmíðaðar á Ítalíu og efnivið og litum blandað saman þar sem hlýleikinn er í forgrunni,“ segir Katrín en hún er þekkt fyrir sinn ítalska stíl sveipaðan rómantík og hlýja náttúrulega liti sem hún samtvinnar með sterkum litum. Hugsað er fyrir allri lýsingu í hönnuninni og draumaeldhús húseigenda er orðið að veruleika.
Draumaeldhús húseigenda orðið að veruleika og blandaður efniviðurinn kemur vel út.
Spennandi innlit með Katrínu Ísfeld í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 20.00.