Samfélagsmiðlastjörnunnar Sólrún Diego og Camilla Rut Rúnarsdóttir voru óaðskiljanlegar um langt skeið. Fylgjendur flykktust inn á samfélagsmiðla til þess að fylgjast með daglegu lífi þeirra, heilræðum og stundum bara góðri afþreyingu. Sólrún hefur notað ótrúlegra vinsælda sem ráðleggingum sínum um heimilisþrif og skipulag en Camilla Rut hefur verið óhrædd að tala opinskátt um vandamál sín við fylgjendur sínar, meðal annars fæðingarþunglyndi og reynslu sína að alast upp í sértrúarsöfnuði.
Alls fylgjast um 43 þúsund einstaklingar með hverri ediksslettu Sólrúnar en Camilla Rut er með um 30 þúsund fylgjendur.
Vinkonurnar fóru í loftið með afar vinsælan hlaðvarpsþátt í október 2019 sem bar nafnið: „Bara við“ sem var auglýstur með þessum hjartnæma hætti. „Bestu vinkonur sýna persónulegu hliðina & spjalla um ýmis málefni tengt hversdagsleikanum.“ Þættirnir nutu lýðhylli og eru með afar háa einkunn á Apple-síðunni, 4,5 stjörnur af 5 mögulegum en rúmlega 500 manns hafa lagt það á sig að segja skoðun sína með þeim hætti.
Til marks um áherslurnar báru þættirnir heitið: „Hvað er í fataskápnum þínum“, „Hver er staðan“ og „Var skvís að sjoppa?“.
Vinátta stjarnanna var afar áberandi í öllum innslögum þeirra og leið varla sá dagur þar sem þær minntust á hvora aðra með hlýjum hætti. Færslunum var „plöggað“ hægri vinstri hjá hvorri annarri.
En síðan dró ský fyrir sólu.
Hlaðvarpsþátturinn hætti skyndilega í apríl á þessu ári, í miðjum Covid-faraldri, án nokkurra útskýringa.
Þá hafa naskir fylgjendur stjarnanna bent á að þær eru hættar að minnast á hvora aðra í færslum sínum og plögga áhugaverðum verkefnum.
Aðalsjokkið var þó þegar fylgjendur áttuðu sig á því að hvorki Sólrún né Camilla Rut hafa lækað færslur hvorrar annarrar í heila eilífð.
Meira að segja jólafatamynd Camillu Rutar – hið helga gral í lífi sérhverrar Instagram-stjörnu – er ólækuð af Sólrúnu. Kaldari verða kveðjurnar ekki.
Þessi mynd túlkar ágætlega hvernig aðdáendum stjarnanna leið þegar í ljós kom að jólanáttfatamyndin var ólækuð.
Unfollow yfirvofandi?
Ekki hefur þó enn komið til þess að stjörnurnar unfollow-i hvora aðra en miðað við skeytingarleysi stjarnanna í garð hvor annarrar þá óttast fylgjendur hið versta.
Aðdáendur eru ráðþrota og þrá svör við spurningunni stóru. Hvað gerðist eiginlega milli Sólrúnar og Camillu Rutar?