Dóra takefusa og þorvaldur skúla

Kjúklingaréttur í austurlenskri sósu

  • 4 bringur (skornar í litla bita og steikt á pönnu.

  • Salt, pipar og sítrónupipar

  • Hvítlaukur (byrja á 3 stórum laufum og svo bæta við eftir smekk)

  • Engiferrót (skera í teninga á stærð við hvítlaukslauf og nota ca 4 til að byrja með) 

  • Botnfylli af vatni, lok yfir og látið krauma í allavega 10 mín

  • Kjúklingateningur (1stk)

  • Matreiðslurjómi (alla fernuna), látið krauma saman og láta þykkna aðeins í sér, ekki hafa lok

  • Smakka og bæta við hvítlauk, engifer, pipar og salt ef þarf 

  • Minced Coriander (ca 3 teskeiðar) smakka til, er í lítilli krukku eins og curreypaste og hefur fengist í Kosti, Krónunni, Netto og Hagkaup þar sem austurlenskar vörur eru.

  • Allsstaðar uppselt fyrir stuttu en keypti í Víetnam-búðinni við hliðina á Nings á Suðurlandsbraut.

\"\"

Döðlukaka Dóru

  • 2 egg
  • ½ bolli sykur
  • pískað létt saman (þarf ekki hrærivel, bara handpískara)
  • 3 matsekeiðar hveiti
  • 1 teskeið lyftiduft
  • 1 teskeið vanilludropar
  • bætt við og aðeins hrært saman
  • 1 bolli Valhnetukjarnar – saxa niður (100gr) gott að mæla stærð bolla út frá því að 100gr af Valhnetum er kúfullur bolli.
  • 1 bolli suðursúkkulaði (ein plata)
  • 1 bolli saxaðar döðlur
  • 3 matskeiðar kalt vatn
  • Öllu bætt við og hrætt saman með sleif
  • Smyrja form með smjöri og hveiti
  • Bakað við 150 hita (blástur) í 30 mín. Gæti þurft 5 mín lengur, fer eftir ofni. 
  • Skreyta með hvítum súkkulaðidropum sem eru settir á kökuna um leið og hún kemur úr ofninum og er enn heit. Má alveg sleppa að skreyta. 

\"\"

 

Verði ykkur að góðu :)