„Hey Reykjavík - hví leggja hjolastiga en skafa þá ekki?,“ spurði Jón nokkur á Twitter í gær og birti myndir af hjólastígnum í Borgartúni. Þar var búið að skafa snjóinn af götunni og upp á hjólastíginn. Reykjavíkurborg svaraði að ábendingunni hefði verið skilað til réttra aðila.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, þakkaði Jóni fyrir ábendinguna.
„Ég hjólaði þarna í gær og fannst það óþægilegt þó ég væri á vetrardekkjum. Það róar mig allavega ekkert að vera ólétt í ofanálag þar sem það getur verið mjög alvarlegt mál að detta,“ sagði Dóra Björt.
„Við erum að leggja meira í þetta en það þarf að fara alla leið.“
Málið hefur vakið alls konar spurningar um umferðina í snjó, einnig þegar kemur að hegðun ökumanna:
Ökumenn líka alveg til fyrirmyndar. Þessi góður. Stórhætta fyrir börn. pic.twitter.com/TDCQGy9qXh
— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) December 2, 2021