Séra Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, segir ótrúlega sögu sína í þættinum Tilverunni á Hringbraut í kvöld klukkan 20:00.
Í viðtalinu fer Díana yfir sögu sína og segir meðal annars frá reynslu sinni af 12 spora kerfinu sem hún kveðst vera mjög hliðholl.
Tilveran er í umsjá prestanna Sveins Valgeirssonar og Steinunnar Arnþrúðar Björnsdóttur.