Dekkjakurlið hættulegra en talið var

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, formaður um­hverf­is– og sam­göngu­nefnd­ar, seg­ir að sláandi upp­lýs­ing­ar hafi komið fram um dekkjakurl á fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un.

mbl.is hefur eftir þingmanninum að um \"verulega heilsuspillandi\" efni sé að ræða. Upplýsingarnar kalli á öfuga sönnunarbyrði. Í stað þess að kallað sé eftir sönnun á skaðsemi dekkjakurlsins sem víða er að finna í sparkvöllum og á íþróttasvæðum um land allt, verði nú að sanna að efnin séu ekki heilsuspillandi.

„Full­trú­ar frá Lækna­fé­lagi Íslands og Ast­ma- og of­næm­is­fé­lagi Íslands voru m.a. á fundinum en rætt hefur verið við fólk sem kennir sér astma eftir æfingar á íþróttasvæðum sem notast við kurlið.

Hringbraut birti í gær frétt þar sem ólíkar skoðanir koma fram um sönnunarbyrði og vísindi. Hringbraut hefur lagt fram fyrirspurn í því skyni að fá nákvæmari upplýsingar frá fundinum í morgun.

Seltirningar og Kópa­vogsbúar ætla að fjar­lægja dekkjak­url af knatt­spyrnu­völl­um sín­um á þessu ári en kostnaður á landsvísu við umbæturnar er talinn hlaupa á mörg hundruð milljónum króna. Sum sveitarfélög eru fjárhagslega síður í stakk búin til að bregðast við en eftir því sem Höskuldur Þórhallsson bendir á að er vandinn mikil, enda um líf og heilsu barnanna okkar að tefla.