Davíð segir Trump sæta einelti – Biden „gengur „ekki á öllum“

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem margir telja líklegt að sé Davíð Oddsson ritstjóri blaðsins, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið lagðan í einelti og að Joe Biden, sem tekur við sem forseti síðar í þessum mánuði sé „veikasti“ forsetinn í sögu Bandaríkjanna.

„Hann var, svo sem frægt er, geymd­ur í kjall­ar­an­um heima hjá sér næst­um alla kosn­inga­bar­átt­una, en ræki­lega studd­ur af banda­ríska fjöl­miðlaveld­inu sem lét sér nægja að fá send­ar spurn­ing­ar til fram­bjóðand­ans frá um­sjón­ar­mönn­um hans og sitja svo „hug­fangn­ir“ fyr­ir fram­an hann þegar Joe las svör­in af spjöld­um sem ekki var endi­lega ljóst hvort hann hefði haft nokkuð með að gera!,“ segir hann um Biden. Þá segir hann í leiðara dagsins það ekki umdeilt að Biden gangi „ekki á öllum“.

Það sé ekki góð einkunn fyrir Trump að ráða ekki við Biden. „En hans menn geta bent á að eng­inn for­seti á síðari tím­um hef­ur sætt öðru eins einelti og Trump sætti í sinni tíð. Nær allt kjör­tíma­bilið var sveit sér­staks sak­sókn­ara með tugi sak­sókn­ara og rann­sak­enda að fara yfir ásak­an­ir um að Rúss­ar hefðu séð til að Trump ynni kosn­ing­arn­ar 2016.“

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, setur þetta í samhengi við óeirðirnar Vestanhafs þar sem stuðningsmenn Trump réðust inn í þinghúsið til að mótmæla staðfestingu þingsins á kjöri Biden.

„Hvað skyldi ritstjóri Morgunblaðsins segja í forystugrein eftir atburðina í Washington í gær? Jú, hugur hans er hjá smælingjanum í Hvíta húsinu sem sætti einelti allt kjörtímabilið,“ segir Benedikt á Facebook.

„Já, við erum heppin Íslendingar að hafa alvöru fjölmiðil og enn heppnari að hafa ritstjóra sem hefur puttann á púlsinum og „gengur á öllum“.“