Ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið sætir tíðindum.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu könnun á sama tíma og Framsókn bætir við sig. Þá er Viðreisn komin með 8% og 5 þingmenn rúmri viku eftir stofnfund flokksins.
Píratar eru stærsti flokkurinn með 28% fylgi sem tryggði þeim 18 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur fengi 24% og 15 þingmenn. VG fengi 17% og 11 þingmenn, Framsókn með 12% og 9 þingmenn og Samfylking fengi 7% og 5 þingmenn. Björt framtíð kæmi ekki manni á þing og mælist með 3,8%.
Yrði þetta niðurstaða þingkosninga væri ríkisstjórnin kolfallin, búin að tapa 14 þingsætum.