Dásamleg holl möndlukókós smyrja með döðlum

Nú eru skólarnir að hefjast og hefðbundin rútína að fara í gang á flestum heimilum. Margir byrja aftur í ræktinni og stunda reglubundna hreyfingu og ekki síst að taka matræðið í gegn eftir vellystingarnar og grillveislurnar í sumar. Þá er gott að eiga uppskriftir af hollu og góðum réttum sem bragð er af. María Gomez lífsstíls- og matarbloggari með meiru hefur hér töfrað fram holla og ljúffenga möndlukókós smyrju með döðlum sem bragð er af. Einfalt er að útbúa hana og svo er hægt að taka smyrjuna með hvert sem er, í skólann, vinnuna eða hvert sem er og nýta hana sem holla aukabitann til dæmis með epla- eða perusneiðum. Svo er hún líka góð á brauð og hrökkbrauð. María er þekkt fyrir að laða fram bragðgóða rétti í eldhúsinu og allt sem hún gerir er líka svo fallega borið fram.

„Smyrjur er eitthvað sem ég elska að nota eins og til að hafa með banana, eplasneiðum eða jafnvel bara ofan á ristað brauð,“segir María og nýtur þess að útbúa holla rétti úr lífrænt ræktuðum gæðavörum. Hægt er að fylgjast með Maríu á bloggsíðu hennar Paz.is

M&H Möndlukókos smyrja 2.jpg

Möndlukókós smyrja með döðlum að hætti Maríu

1 poki MUNA möndlur

35 g eða 1 dl Muna kókósmjöl

7 stk. MUNA döðlur

1 tsk. gróft salt

1 msk. MUNA kókósolía lyktar og bragðlaus (má sleppa)

1 dós kókósmjólk

  1. Byrjið á að setja möndlurnar í matvinnsluvél og mala þar til þær eru orðnar að fínu dufti.
  2. Bætið þá kókósmjöli og kókósolíu út í ásamt salti og haldið áfram að mala þar til verður mjög fínt duft.
  3. Klippið þá döðlurnar út á og setjið aftur í gang þar til verður eins og að þykkum massa.
  4. Bætið þá þykka laginu ofan af kókósmjólkinni út á og maukið þar til verður að þykkum massa sem líkist hummus.
  5. Ég notaði svo þunna lagið af kókósmjólkinni til að þynna massan en þið metið hversu þykka þið viljið hafa smyrjuna. Ég notaði næstum alla dósina af kókósmjólkinni og mín smyrja líktis mest þykkum hummus.
  6. Geymist í kæli allt upp í viku til 10 daga.
M&H Möndlukókóssmyrja 3.jpg

Þessi smyrja er einstaklega ljúffeng og meinholl, hér er hægt að vera með lífræn hráefni í forgrunni og njóta./Ljósmyndir María Gomez.