Hálfdanski Íslendingurinn Þorvaldur Flemmin Jensen sýndi snilldartaka við grillið hjá Sigurði K. Kolbeinssyni í Grillspaðanum á Hringbraut í gærkvöld og bjó þar meðal annars til sitt eigið hjemmelavet kryddsmjör.
Flemming bauð upp á Rib eye, skorið í 600 gramma sneiðar sem hann segir að verði að vera 4,5 sentimetra þykkt svo það eldist passlega á teinunum, en kjötið tónar hann til með kryddsmjöri og salti og pipar, engu öðru. Hvora hlið grillar hann í hámark sjö mínútur á snarpheitu grillinu.
Leyndardóma kryddsmjörsins afhjúpaði hann í þættinum, en þar fer saman 100 grömm af íslensku smjöri, timjani og rósmarín er stráð yfir - og svo kemur trixið; svonefndu gastriki er hellt yfir, en þar er blanda af samansoðnu rauðvíni, sjerrí-ediki og sykri sem smakkast þarf til að og hafa í samræmi við smekk hvers og eins. Öllu þessu er hrært saman í sívalning og haldið köldu.
Salatið sem sá danskíslenski bauð upp var Sjálandsblanda af baby-spínatblöðum, tómötum skornum niður í sneiðar, mozzarella ost í sneiðum og ólíviuolíu yfir allt saman.
Þáttinn má sjá í heild sinni inni á hringbraut.is.