Reykjavíkurborg, sem er á meðal stofnfélaga samtakanna Grænni byggð, veitti á föstudaginn Reykjavíkurborg verðlaun fyrir byggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi.
Þó það eitt og sér sé mögulega skondið þá segir Georg Atli, deildarstjóri á Brákarborg, í samtal við mbl.isað bygginguna vera hálfkláraða og að starfsfólk furði sig á því að taka á móti börnum við slíkar aðstæður.
Verðlaunin, Græna skóflan, voru veitt í fyrsta skipti en þau á að veita fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum.
„Þessi ræða sem borgarstjóri flytur við afhendingu á þessari viðurkenningu lætur ástandið liggja milli hluta. Það er talað aum að allt sé í blóma og að þau séu búin að skila af sér byggingu sem prýði hverfið og bæti úr þörf á leikskólaplássum í Reykjavík,“ segir Georg í samtali við mbl.is.
„Á meðan er staðan sú að húsið er ekki fullbúið og við getum ekki tekið á móti fullri starfsemi í húsinu,“ bætir hann við.
Skrifstofa leikskólastjórans er geymsla auk þess sem fullbúnir iðnaðarmenn og umferð stórvirkra vinnuvéla eru daglegt brauð á leikskólanum.
Hægt er að sjá myndir af hálfkláraða verkinu í frétt mbl.is hér