Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur mega muna sinn fífil fegurri. Nú eiga þeir fjóra fulltrúa af fimmtán.
Lengst af áttu þeir á bilinu 8 til 10 fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Það var í tíð Gunnars Thoroddsen og svo síðar Davíðs Oddssonar.
Nú eru þeir í döprum minnihluta þar sem forystan er Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir, Halldór Halldórsson og Marta Guðjónsdóttir. Júlíus Vífill Ingvarsson þurfit að segja af sér vegna Pnanamamála.
Nú velta menn inna Sjálfstæðisflokksins því fyrir sér hver geti leitt flokkinn í næsut koningum eftir árl.
Enginn sér Halldór, Kjarntan, Áslaugu eða nokkurn núverandi fulltrúa ná árangri. Ef flokkurinn kemur ekki með neinn frambærilegan, þá mun Dagur vinna aftur.
Vill Sjálfstæðisflokkurinn Dag áferam? Svo er ekki að skilja, ef marka má Morgunblaðið sem ræðst á hann í hverri viku.
Sjálfstæðisflokkurinn mun þurfa að finna leiðtoga til að fara í þennan slag. En hver ætti það að vera?
Hann er því miður ekki til. Flokkurinn mun á endanum kalla á Hönnu Birnu til verka að nýju.
Og Dagur verður áfram.