Dýralæknar eru í forgrunni í dag þegar fagnað er komu nýrrar ferju til Vestmannaeyja. Á sjónvarpsstöðvum og netmiðlum sjást tveir dýralæknar og svo bæjarstjóri klippa á borða vegna komu Herjólfs.
Þessi sýn vekur upp þau ónot sem pólitískur klíkuskapur veldur manni. Samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, leyfði sér að skipa dýralækni í stöðu vegamálastjóra! Varla eru til mikið sérhæfðari störf í stjórnkerfinu sem sniðin eru fyrir verkfræðinga en starf vegamálastjóra. En þegar þetta embætti losnaði þá leyfði Sigurður Ingi sér að skipa dýralækni í starfið, gamla vinkonu sína úr dýralæknanáminu í Danmörku á sínum tíma.
Trúlega myndi enginn stjórnmálamaður haga sér svona nema framsóknarmaður.