Caruso: dásamlegar hvítlauks og chili risarækjur!

Panna cotta

 
Innihald
 
200gr súkkulaði
2 matarlímsblöð
190 ml nýmjólk
250ml rjómi
100 gr sykur
1 vanillustöng/ hálf teskeið vanillu essens
 
aðferð
leggið matarlímið í bleyti
sjóðið saman rjóma,mjólk og sykur.
setjið súkkulaði útí blönduna og hrærið á meðan súkkulaðið
er að bráðna. leyfið blöndunni að kólna niður í 
c.a líkamshita og hrærið þá matarlíminu saman við.
hellið þessu svo í form og látið stífna í kæli í 2-3 tíma
 
Chilli rækjur 
 
 
500 gr risarækjur 
150gr smjör (má vera meira)
150 ml ólífuolía
6 hvítlauks geirar gróf saxaðir
2 rauð chilli fínt sneidd
1 búnt ítölsk steinselja, gróf söxuð
 
Þerrið rækjurnar vel, hitið olíuna vel í stórum potti.
setjið rækjurnar varlega útí olíuna og steikið í c.a 30 sec.
bætið þá chilli, hvítlauk og smjöri úti og eldið áfram í 1-2 mínútur.
saltið og piprið eftir smekk, bætið steinseljunni útí pottinn.
hrærið vel í og hellið svo á djúpt fat.