Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir segir nauðsynlegt að pör gefi sér góðan tíma til að stunda kynlíf, þá séu karlmenn uppteknari en konur að standa sig vel í kynlífi.
Camilla Rut opnaði sig um kynlífið í þættinum Ísland vaknar á K100 í morgun.
„Stundum þarf það að vera svolítið „down and dirty“, það fer bara eftir því hvað fólk þarf hverju sinni. Og finna þetta rými á milli hvort annars og traust og virðingu og allt þetta,“ sagði hún.
Það þarf einnig að gefa sér tíma, tíma sem sé ekki alltaf til staðar, þá þurfi að vera snögg.
„Ég meina maður á náttúrlega börn, stundum þarf þetta bara að vera kvikkí sko,“ sagði Camilla Rut.
Karlmenn séu uppteknir af því að standa sig vel, það sé bara stress:
„Ætli það sé ekki þá bara af því að þú ferð inn í kynlífið með pressu og stress og það að mínu mati drepur það. Það drepur alla stemningu. Þú þarft svolítið að fara bara opin og flæðandi inn í þetta.“